Karfan þín er tóm.
 

Blog og Fréttir

Trausti Óskarsson, fagmaður í trérennsli, renndi birki í verslun okkar síðast liðinn laugardag þar sem hann lék við hvern sinn fingur og sýndi áhugsasömum alls konar trix og aðferðir. Trausti hefur rennt um áratugaskeið og sýnt handbragðið hér heima og erlendis. Hann er einn af hvatamönnum stofnunar áhugafélags um trérennsli á Íslandi sem er í dag einn virkasti handverkshópur landsins. Trausti tekur einnig að sér að kenna bæði byrjendum og lengra komnum allt um trérennsli.

SUMARSPRENGJA - AFSLÁTTUR AF ÖLLU !
Kæru viðskiptavinir,

þér er boðið á tilboðsdaga 1.- 15. júní, fjörðið hefst því núna laugardag, opið kl. 12-16.
Sumarið er góður tími til að leika sér og gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn.

Mikið af nýjum vörum á sérstöku tilboði og mörg önnur tilboð með 15-40% afslætti. Einnig afsláttur af öllu í verslun sem er 10%. Klárlega engin vonbrigði að heimsækja okkur á Dalveginn...við erum ekkert plat...bara gæði : )
VEFVERSLUN - handverkshusid.is
Afslátturinn er einnig virkur í vefverslun okkar handverkshusid.is
SÍMAPANTANIR í síma 555-1212 eru alltaf í boði á opnunartíma nú sem fyrr enda sendum við hvert á land sem er

BÓKATILBOÐ Í MAÍ - 3 FYRIR 2 
Keyptu 2 bækur og fáðu þriðju bókina (ódýrustu) frítt.
Sumarið er tími afslöppunar og upplifunar en góð handverksbók skilar innblástri og hugmyndum í verkefni sumarsins.

Frábær sumargjöf handa skapandi fólki

The Woodworker's Toolkit: Cutting Tools

  Gary Rogowsky heimsækir Handverkshúsið og miðlar af 30 ára reynslu sinni sem húsgagnasmiður og kennari. 

Staður og stund:

  19. apríl- Handverkshúsið Dalvegi kl. 18-20

Þátttökugjald er 2.000 kr. (skráning hjá starfsfólki – Takmarkaður fjöldi)

Um Gary á ensku:
Gary Rogowski is the Director of The Northwest Woodworking Studio, the center for tradition-based woodworking classes in the Pacific Northwest.  He teaches students of all experience, ranging from complete novices to his Mastery Programs. He has been building furniture since 1974 and teaching classes for almost 30 years. He is a frequent contributor to several woodworking magazines and his latest book for Taunton Press is called The Complete Illustrated Guide to Joinery. He has also published the book titled Router Joinery and several videos on Mortise and Tenons, Plywood Drawers, and Router Joinery.

TÁLGARI Í VERSLUN OKKAR Í DAG 
Bjarni Þór Kristjánsson mundaði hnífana sína hjá okkur í dag í verslun okkar á Dalvegi. Frábær stemning og mikill áhugi hjá fólki sem fylgdist með og spurði miserfiðra spurninga um tálgun og hráefnisval. Reynslan lak af svörum Bjarna sem og handbragðinu enda er hann búinn að tálga í áratugi. Takk Bjarni fyrir að skapa handverksstemninguna með okkur og allir sem mættu.

SJÁ MYNDIR AF VIÐBURÐUM Á FACEBOOKSÍÐU HANDVERKSHÚSSINS:

http://www.facebook.com/pages/Handverksh%C3%BAsi%C3%B0/116827741673373?ref=ts&fref=ts

Fleiri greinar...