Karfan þín er tóm.
 

Blog og Fréttir

OPIÐ HÚS - MÖRG NÝ NÁMSKEIÐ KYNNT
Leiðbeinendur okkar kynna námskeiðin á laugardaginn (18.1.) kl. 13-15. Nokkur ný spennandi námskeið og leiðbeinendur sýna handbragðið, muni sína og svara spurningum ykkar. Verið velkomin og upplifið með okkur stemninguna : )

Laugardaginn 12. okt. kl. 13-15 sýnir Jón Adolf listir sýnar í Handverkshúsinu við formun skúlptúr með Arbortech vélum http://www.handverkshusid.is/skartgripagerd/skartihlutir?keyword=ARBORTECH&page=shop.browse
Jón Adolf sýnir einnig skurðartækni með útskurðarjárnum en Jón er leiðbeinandi á námskeiðinu Tréútskurður sem haldið verður 1. og 2. nóv. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 555-1212 eða á handverkshusid.is
Endilega kíkið við á laugardaginn. Kaffi á könnunni.

Trausti Óskarsson, fagmaður í trérennsli, renndi birki í verslun okkar síðast liðinn laugardag þar sem hann lék við hvern sinn fingur og sýndi áhugsasömum alls konar trix og aðferðir. Trausti hefur rennt um áratugaskeið og sýnt handbragðið hér heima og erlendis. Hann er einn af hvatamönnum stofnunar áhugafélags um trérennsli á Íslandi sem er í dag einn virkasti handverkshópur landsins. Trausti tekur einnig að sér að kenna bæði byrjendum og lengra komnum allt um trérennsli.

SUMARSPRENGJA - AFSLÁTTUR AF ÖLLU !
Kæru viðskiptavinir,

þér er boðið á tilboðsdaga 1.- 15. júní, fjörðið hefst því núna laugardag, opið kl. 12-16.
Sumarið er góður tími til að leika sér og gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn.

Mikið af nýjum vörum á sérstöku tilboði og mörg önnur tilboð með 15-40% afslætti. Einnig afsláttur af öllu í verslun sem er 10%. Klárlega engin vonbrigði að heimsækja okkur á Dalveginn...við erum ekkert plat...bara gæði : )
VEFVERSLUN - handverkshusid.is
Afslátturinn er einnig virkur í vefverslun okkar handverkshusid.is
SÍMAPANTANIR í síma 555-1212 eru alltaf í boði á opnunartíma nú sem fyrr enda sendum við hvert á land sem er

BÓKATILBOÐ Í MAÍ - 3 FYRIR 2 
Keyptu 2 bækur og fáðu þriðju bókina (ódýrustu) frítt.
Sumarið er tími afslöppunar og upplifunar en góð handverksbók skilar innblástri og hugmyndum í verkefni sumarsins.

Frábær sumargjöf handa skapandi fólki

Fleiri greinar...